Gisting

Á Skútustöðum bjóðum við uppá þrenns konar gistimöguleika:

  • Í aðalbyggingunni erum sex herbergi með sameiginlegri hreinlætisaðstöðu. Herbergin eru eins, tveggja og þriggja manna og hægt er að setja aukarúm inná tveggja manna herbergin. Þá hafa gestir aðgang að eldhúsi og setustofu. Morgunverður er innifalinn.
  • Í byggingunni bak við aðalbygginguna eru fimm tveggja manna herbergi með sér baðherbergi. Gestir í þessum herbergjum hafa aðgang að eldhúsinu og setustofunni í aðalbyggingunni. Morgunverður er innifalinn. Þráðlaust net er í boði í aðalbyggingunni.
  • Eitt sumarhús er í boði, þar eru tvö tveggja manna herbergi, svefnloft með dýnum, eitt baðherbergi, eldhús og setustofa. Morgunverður ekki innifalinn, en hægt er að panta morgunmat. Þráðlaust net er í boði í sumarhúsinu. 
  • Í nýjustu byggingunni eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði og eitt fjölskylduherbergi. Í því herbergi er stærra herbergi fyrir foreldra, minna herbergi með koju fyrir börn og sér baðherbergi. Morgunverður innifalinn og þráðlaust net.

Skútustaðir GistiheimiliSkútustaðir GistiheimiliSkútustaðir Gistiheimili